Kveðja frá Orlando
Það er ekki hægt að segja annað en að veðrið sé búið að leika við okkur hér í Orlando, Florida þ.e.a.s þangað til í dag, en planið var að skella sér í Disnsy Magic Kingdom í dag en þar sem það er einungis 10 stiga hiti og mikill vindur sem kallar á real feal einungis -1 gráðu á celsíus þá ákáðum við að það væri ekki sniðugt að fara út með Daníel litla þ.a við feðginin erum bara hér ein heima í notalegheitum meðan restin af liðinu skipti liði, Gummi, Anton og Alda skelltu sér í rússíbanagarð og Amman afinn og langa skelltu sér í bíltúr.
Það er spáð köldu á morgun líka en svo fer hitinn aftur yfir 20 stig á föstudag og mun svo halda sér í því þangað til komið er að heimferð.
Annar erum við búin að nýta sundlaugina til fullnustu og Hrafnkell er á góðri leið með að breytast í vatnsál..
Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir allar gjafirnar og góðu kveðjurnar í jólakortunum.
6 Comments:
við erum hérna bræðurnir í bókhlöðunni, snorri að fara í stærðfræðipróf á morgun. Afmæli hjá Ragnhildi næsta laugardag (og í dag auðvitað) og mánudag. Takk fyrir okkur, Ragnhildur var mjög hrifin af litlu konunni í bílnum :-)
Hlakka til að sjá ykkur sólbrún og sæt eftir ca. viku ;) Þið eigið örugglega eftir að frétta af okkur skyttunum þremur að rústa mollunum i Boston, þangað til þá!!
Knús, Erla Guðrún
ohh þið eruð sko mikið öfunduð að vera þarna úti. Hjá okkur er nístingskuldi og rok og snjór :S. Skemmtið ykkur rosa vel og hlakka til að heyra meira frá ykkur þegar heim er komið.
Kv. Íris og gengið
p.s: hehehehe, magga það kallast mæðgin en ekki feðgin þegar átt er við móður og son eða syni ;). Feðgin eru faðir og dóttir/dætur.
Já Íris mín ég vissi alveg að ég er mæðgin hugsaði það en skrifaði feðgin, ég kenni veikindunum um er komin á pensilín svo þetta ætti að lagast;)
Hihihi já veikindin geta leikið mann ansi grátt, gott samt að heyra að þér er að batna!
Alltaf gaman að sjá myndir af sætustu fjölskyldunni í Boston, sjáumst vonandi fljótleg.
Kv. Inga
Skrifa ummæli
<< Home